Minnsta letur Miðstærð leturs Stærsta letur Stærsta letur á dökkum grunni Prenta þessa síðu
Atburðadagatal
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
Fyrri mánuður
desember 2017
Næsti mánuður

Leikskólinn Klettaborg er staðsettur að Borgarbraut 101 í Borgarnesi. Leikskólinn er 3ja deilda fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 6 ára. Á Ólátagarði eru yngstu börnin, á Kattholti eru 2-4 ára börn og á Sjónarhóli eru 4-6 ára börn. Sveigjanlegur dvalartími er á öllum deildum.

Leikskólinn er opinn frá 07.45-16.30. 

Leikskólinn Klettaborg starfar samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 og Aðalnámskrá leikskóla frá 1999. Námssvið leikskólans eru samkvæmt Aðalnámskrá: hreyfing, málrækt, myndsköpun, tónlist, náttúra og umhverfi, menning og samfélag. Námssviðin eru áhersluþættir í leikskólauppeldi, þau skarast og eru samofin undirstöðuþáttum leikskólastarfs: leik, daglegri umönnun og almennri lífsleikni.

 

Framfarastefna Johns Deweys (1859-1952) er höfð að leiðarljósi í leikskólastarfinu, þar sem aðaláhersla er lögð á að börn læri með því að fást sjálf við viðfangsefnið (“learning by doing”).  Eftir kenningu Deweys má skipta aðaláhugasviðum barna í fjóra þætti:

  • Áhugi á samræðum og samveru, sem byggist á félagslegri eðlishvöt.
  • Áhugi á að rannsaka og uppgötva.
  • Áhugi á að búa til hluti, skapa og setja saman.
  • Áhugi á listrænni tjáningu, þ.e. að tjá sig í myndlist, söng og  hreyfingu.

 

Áhersluatriði í leikskólastarfinu eru samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Til að barninu líði vel í leikskólanum þarf að hafa utan um starfsemina ákveðinn “ramma” sem er stundaskráin. Barnið veit þannig að hver dagur gengur í stórum dráttum eins fyrir sig og öðlast með því ákveðið öryggi.

 

Leikskólalæsi

Leikskólalæsi hefur verið grundvallarþáttur í leikskólastarfinu frá hausti 2011.:

Lestrarhvetjandi umhverfi og aðferðir hafa verið í Klettaborg mörg undanfarin ár og vorið 2011 var sótt um styrk til Sprotasjóðs fyrir þróunarverkefni sem bar heitið ”Leikskólalæsi - lestur er leikur einn”. Tilgangur verkefnisins er aðallega að efla enn frekar málþroska og styrkja undirstöður læsis sem nýtast muni börnunum til áframhaldandi skólagöngu.   Því miður fékkst ekki styrkur að þessu sinni en þar sem áhugi var mikill meðal kennara leikskólans var ákveðið að byrja að kynna sér leikskólalæsi og stefna að því að þróa það áfram í leikskólastarfinu.                     Á skipulagsdegi 19. ágúst 2011 fóru allir kennarar leikskólans til Akureyrar á námskeið um leikskólalæsi hjá Háskólanum á Akureyri og skoðaði jafnframt leikskólann Kiðagil sem vinnur með leikskólalæsi. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og skilaði miklum fróðleik til kennaranna sem fengu góðar hugmyndir og hafa mikinn áhuga á að koma verkefninu sem fyrst af stað. Þess má geta að byrjendalæsi er í Grunnskólanum í Borgarnesi og er það beint framhald af leikskólalæsi.

Klettaborg hefur þannig eflt sérstöðu sína enn frekar með því að hafa það að markmiði að leggja betur grunninn að áframhaldandi skólagöngu þ.e. leikskólalæsi með samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar að leiðarljósi.

Guðbjörg Hjaltadóttir aðstoðarleikskólastjóri hefur yfirumsjón með verkefninu en áhersla er lögð á samvinnu allra kennara leikskólans.

 

15. desember 2017